Fara í efni
Íþróttir

Tryggvi setti Evrópumet með stórkostlegri frammistöðu

Tryggvi Snær í viðtali við RÚV eftir leikinn í gærkvöldi.
Tryggvi Snær í viðtali við RÚV eftir leikinn í gærkvöldi.

Tryggvi Snær Hlina­son setti Evrópumet í gærkvöldi með stórbrotinni frammistöðu þegar Ísland vann Ítalíu í undankeppni HM í körfubolta, 107:105, á Ásvöllum í Hafnarfirði. Fréttavefur Morgunblaðsins, mbl.is, greindi frá þessu í morgun.

Tryggvi skoraði 34 stig í leikn­um, tók 21 frá­kast, varði fimm skot og átti eina stoðsendingu. Þá var hann með 87,5% skot­nýt­ingu. Samkvæmt staðlaðri tölfræði var hann með 50 fram­lagsstig. Þetta er nýtt Evrópumót; í undankeppni HM í Evrópu hafði leikmaður áður mest verið með 37 framlagsstig!

Smellið hér til að sjá frétt mbl.is

Tryggvi fór hamförum í fræknum sigri