Fara í efni
Íþróttir

Topplið Þórs/KA heimsækir Þrótt í dag

Hulda Ósk Jónsdóttir í baráttunni í leiknum gegn Breiðabliki í síðustu umferð. Ljósmynd: Þórir Tryggvason

Þór/KA sækir Þrótt Reykjavík heim í fimmtu umferð Bestu deildar kvenna, efstu deildar Íslandsmótsins í knattspyrnu í dag. Leikurinn fer fram á heimavelli Þróttar, AVIS vellinum í Laugardal.

Akureyrarliðið hefur farið vel af stað í deildinni og unnið þrjá leiki af fjórum en tapað einum. Liðið hefur unnið sterk lið eins og Breiðablik og Stjörnuna sem var fyrir mót spáð ofar en Þór/KA. Liði Þróttar var af mörgum einnig spáð ofar en Þór/KA í sumar svo það er áhugaverð viðureign fram undan.

Í seinustu umferð vann Þór/KA liðið 2:0 sigur á Breiðabliki í Boganum þar sem Sandra María Jessen og Hulda Ósk Jónsdóttir gerðu mörk liðsins. Sandra María er markahæst í deildinni með fjögur mörk. Lið Þróttar tapaði 3:0 gegn ÍBV í Vestmannaeyjum í síðustu umferð.

Úrslit Þórs/KA hingað til í deildinni:

  • 1:0 sigur gegn Stjörnunni í Garðabæ
  • 2:1 tap gegn Keflavík á Greifavellinum
  • 1:0 sigur gegn ÍBV í Vestmannaeyjum
  • 2:0 sigur gegn Breiðabliki í Boganum

Stöðuna í deildinni má sjá HÉR

Leikurinn hefst klukkan 18:00 og er sýndur á Stöð2Sport.