Fara í efni
Íþróttir

Þórsarar töpuðu illa fyrir Frömurum

Bjarni Guðjón Brynjólfsson, hér í bikarleik gegn Magna í Boganum í vor, gerði eina mark Þórs í kvöld…
Bjarni Guðjón Brynjólfsson, hér í bikarleik gegn Magna í Boganum í vor, gerði eina mark Þórs í kvöld. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Þórsarar töpuðu 4:1 fyrir Frömurum í kvöld, í Lengjudeildinni í knattspyrnu, næst efstu deild Íslandsmótsins. Framarar komust í 4:0 á heimavelli sínum í Safamýri áður en hinn ungi og bráðefnilegi Bjarni Guðjón Brynjólfsson skoraði fyrir Þór á síðustu sekúndunum með skalla eftir aukaspyrnu. Þetta var fyrsta mark Bjarna Guðjóns í Lengjudeildinni. Hann er nýorðinn 17 ára og kom inná sem varamaður á 82. mínútu.

Vert er að geta þess að Orri Sigurjónsson tók þátt í fyrsta leiknum með Þór í sumar en hann hefur lengi glímt við meiðsli. Hann kom inn á um leið og Bjarni Guðjón. Þess má og geta að bæði varnarmennirnir Bjarki Viðarsson og Petar Planic eru meiddir og léku ekki með. Planic var heldur ekki með gegn Grindvíkingum á dögunum - var í leikbanni - og Bjarki fór þá af velli eftir 30 mínútur.

Smellið hér til að sjá leikskýrsluna.

Smelltu hér til að sjá umfjöllun um leikinn á fotbolti.net.