Fara í efni
Íþróttir

Þórsarar taka á móti sterku liði Njarðvíkur

Lore Devos hefur byrjað mjög vel með Þór á Íslandsmótinu í körfubolta. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Kvennalið Þórs fær Njarðvíkinga í heimsókn í dag í Subway-deildinni, efstu deild Íslandsmótsins í körfubolta. Leikur liðanna hefst í Íþróttahölilnni klukkan 18.15.

Þórsarar hafa fagnað tveimur sigrum til þessa, á Stjörnunni og Snæfelli, en tapað tveimur leikjum, fyrir Fjölni og Val. Njarðvíkingar hafa unnið þrjá leiki í röð; töpuðu fyrsta leiknum í deildinni fyrir Keflvíkingum, en hafa síðan sigrað Breiðablik, Hauka og Grindavík.