Fara í efni
Íþróttir

Þórsarar mæta Haukum í bikarkeppninni

Harry Butler í heimaleiknum gegn KR á dögunum. Hann meiddist í síðasta leik, gegn Fjölni, en verður vonandi leikfær í dag. Ljósmynd: Páll Jóhannesson

Þórsarar taka á móti Haukum úr Hafnarfirði í bikarkeppni karla í körfubolta í dag. Leikurinn er í 32 liða úrslitum VÍS bikarkeppninnar og hefst kl. 18.00 í Íþróttahöllinni.

Haukar eru með tvö stig eftir þrjár fyrstu umferðirnar í efstu deild Íslandsmótsins, Subway deildinni. Þórsarar eru hins vegar enn stigalausir eftir þrjár umferðir í 1. deildinni, næst efstu deild Íslandsmótsins. Þórsarar hafa tapað naumlega fyrir Snæfelli og Fjölni útivelli og KR-ingum á heimavelli.

Þórsarar voru í mjög góðri stöðu þegar langt var liðið á báða útileikina en töpuðu klaufalega. Fróðlegt verður hvernig þeim gengur í glímunni við Hafnfirðingana í dag.