Fara í efni
Íþróttir

Þórsarar mæta Haukum í bikarkeppninni

Dedrick Deon Basile og félagar í Þór mæta Haukum í bikarkeppninni. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.
Dedrick Deon Basile og félagar í Þór mæta Haukum í bikarkeppninni. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Þórsarar mæta Haukum á útivelli í 16-liða úrslitum bikarkeppninnar í körfubolta. Dregið var í keppninni eftir hádegið. Allir leikir 16-liða úrslitana eiga að fara fram sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 22. apríl. Þegar liðin mættust í Hafnarfirði á dögunum unnu Þórsarar 100:79.

Drátturinn í heild er sem hér segir:

For­keppni:
Skalla­grím­ur – Ham­ar 9. apríl

Undan­keppni fyr­ir 16 liða úr­slit:
Sel­foss – Vestri

Sindri – Skalla­grím­ur/​Ham­ar

Álfta­nes – Fjöln­ir

Breiðablik – Hruna­menn

16-liða úr­slit:
Tinda­stóll – Álfta­nes/​Fjöln­ir

Hött­ur – Kefla­vík

Hauk­ar – Þór Ak­ur­eyri

ÍR – Þór Þor­láks­höfn

Stjarn­an - KR

Sel­foss/​Vestri – Sindri/​Skalla­grím­ur/​Ham­ar

Njarðvík – Val­ur

Grinda­vík – Breiðablik/​Hruna­menn