Fara í efni
Íþróttir

Þorbergur Ingi og Rannveig sigruðu

Þorbergur Ingi Jónsson og Rannveig Oddsdóttir koma í mark í dag - sigurvegarar í 55 kílómetra hlaupinu. Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson.

Þorbergur Ingi Jónsson varð lang fyrsti karlinn í mark í 55 kílómetra Súlur Vertical hlaupinu í dag og Rannveig Oddsdóttir sigraði örugglega í kvennaflokki.

Hlauparar voru ræstir í Kjarnaskógi í morgun og endamarkið var í göngugötunni í miðbænum. Þeir sem hlupu þessa lengstu vegalengd fóru fyrstu upp á Súlur, þaðan inn Glerárdal að skálanum Lamba og síðan upp á topp Hlíðarfjalls. Þaðan var strikið svo tekið niður í bæ og endað í sólbökuðu Hafnarstrætinu.

Þorbergur Ingi hljóp 55 km á 5 klukkustundum, 44 mínútum og 10 sekúndum, og var einni klukkustund á undan næsta manni í mark. Sigurjón Ernir Sturluson varð annar.

Rannveig fékk tímann 7 klukkustundir 19,12 mínútur. Hún var tæpum 50 mínútum í mark á undan Hrafnhildi Georgsdóttur sem varð önnur.

Nánar síðar í dag