Fara í efni
Íþróttir

Mikið í húfi þegar Þór mætir Grindavík

Þórsarar fagna marki í sumar. Þeir eiga gríðarlega mikilvægan leik fyrir höndum í dag. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Þór tekur á móti liði Grindavíkur í dag í lokaumferð Lengjudeildarinnar, næst efstu deildar Íslandsmótsins í knattspyrnu. Leikurinn hefst kl. 14.00 á VÍS-vellinum (Þórsvellinum) og mikið er í húfi.

Þórsarar eru í fallhættu, en eru með einu stigi meira en þrjú næstu lið fyrir neðan og mikið þarf að gerast til að Þórsliðið falli; Þróttur, Njarðvík og Selfoss þurfa öll að ná hagstæðum úrslitum. Með sigri halda Þórsarar sæti sínu örugglega.

Ástæða er til að hvetja Þórsara til að mæta á völlinn og hvetja sína menn í baráttunni.

Fyrir leik í dag gefst áhorfendum kostur á að setja nafnið sitt í pott og verður dregið um veglega vinninga í leikhléinu. Tilefnið er að í leikhléi verður afhentur styrkur til knattspyrnudeildar Þórs úr minningarsjóði Guðmundar Sigurbjörnssonar, fyrrverandi formanns Þórs. Synir Guðmundar, þeir Bjarni Freyr og Einar Már, munu afhenda styrkinn.

Leikir dagsins:

  • Þór - Grindavík
  • Selfoss - Vestri
  • Þróttur R. - Afturelding
  • Fjölnir - Njarðvík
  • ÍA-Grótta
  • Ægir - Leiknir R.

Smellið hér til að sjá stöðuna fyrir lokaumferðina.