Fara í efni
Íþróttir

„Stelpurnar okkar“ taka á móti KR í dag

Sandra María Jessen og Andrea Mist Pálsdóttir mæta KR í kvöld. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson
Sandra María Jessen og Andrea Mist Pálsdóttir mæta KR í kvöld. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Þór/KA tekur á móti KR í dag í Bestu deildinni í knattspyrnu, efstu deild Íslandsmótsins. Liðin mætast á Þórsvellinum (SaltPay vellinum) og flautað verður til leiks klukkan 19.00.

ATHUGIÐ - í upphaflegri frétt var sagt að leikurinn hæfist 18.00 en honum hefur verið seinkað um klukkutíma.

Lið Þórs/KA er með níu stig eftir átta leiki en KR-ingar eru í neðsta sæti með þrjú stig, einnig að loknum átta leikjum. Stelpurnar okkar hafa verið að sogast niður í fallbaráttu undanfarið og því mikilvægt að vinna í kvöld og næla þar með í þrjú stig. Ástæða er til að hvetja fólk til að mæta á völlinn í góða veðrinu og styðja við bakið á stelpunum.