Fara í efni
Íþróttir

Stelpurnar frábærar; öruggur sigur á Fram

Sigri hrósandi leikmen KA/Þórs í dag. Ljósmynd: Þórir Tryggvason.
Sigri hrósandi leikmen KA/Þórs í dag. Ljósmynd: Þórir Tryggvason.

KA/Þór vann glæsilegan sigur á Fram í Olísdeild kvenna í handbolta í KA-heimilinu í dag, 27:23. Akureyrsku stelpurnar höfðu forystu allan tímann - voru mest átta mörkum yfir, 21:13, þegar 12 mínútur voru liðnar af seinni hálfleik. Sigurinn var því mjög öruggur og KA/Þór er nú á toppi deildarinnar með 10 stig eftir sjö leiki. Valsmenn eru með níu stig eftir sex leiki, og Stjarnan bæði með átta stig eftir sex leiki. 

Það var frábær vörn sem lagði grunninn að þessum magnaða sigri.

Meira síðar.