Fara í efni
Íþróttir

Stelpurnar burstuðu botnlið FH-inga

Hulda Bryndís Tryggvadóttir gerði sjö mörk gegn FH í dag. Ljósmynd: Þórir Tryggvason.

Stelpurnar í KA/Þór skutust aftur á topp Olís-deildar Íslandsmótsins í handbolta í dag þegar þær gjörsigruðu lið FH í KA-heimilinu, 34:17. Yfirburðirnir voru svo gríðarlegir að varla tekur því að eyða mörgum orðum í að lýsa leiknum; staðan í hálfleik var til dæmis 17:5. FH er neðst í deildinni, hefur enn ekki fengið stig.

Fram komst upp að hlið KA/Þórs undir kvöld, þegar liðið vann Hauka örugglega, 32:24. Lið KA/Þórs og Fram eru nú bæði með 16 stig eftir 10 leiki, en Valur og ÍBV eru bæði með 11 stig. ÍBV vann Val í Reykjavík í dag.

Hulda Bryndís Tryggvadóttir og Ásdís Guðmundsdóttir voru markahæstur í liði KA/Þórs í dag, gerðu báðar sjö mörk.

Smellið hér til að sjá alla tölfræði úr leiknum