Fara í efni
Íþróttir

Spörkuðu boltum og sleiktu sólina

KA-menn og Þórsarar fagna mörkum í úrslitaleikjum dagsins. Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson.
KA-menn og Þórsarar fagna mörkum í úrslitaleikjum dagsins. Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson.

Frábærri fótboltaveislu KA-manna, N1-mótinu, lauk um kvöldmatarleytið með úrslitaleikjum. Þórsarar léku til úrslita í argentínsku deildinni (keppni a-liða) og KA-menn í brasilísku deildinni (keppni b-liða).

KA-strákarnir tryggðu sér gull með öruggum sigri, 5:0, á liði Fjölnis í keppni b-liðanna en a-lið Þórsara varð hins vegar að bíta í það súra epli að tapa fyrir Aftureldingu í vítaspyrnukeppni eftir að staðan var 1:1 þegar flautað var til leiksloka.

Í dag lauk einnig Pollamóti Þórs, þar sem fullorðið knattspyrnufólk lék listir sínar innan sem utan vallar. 

Einmuna veðurblíða hefur verið á Akureyri síðustu daga og sólin skein enn skært í dag.

Fleiri myndir á morgun