Fara í efni
Íþróttir

Sparka, blaka og skauta í dag - allt í beinni

Sparka, blaka og skauta í dag - allt í beinni

Akureyrskir íþróttamenn sparka, blaka og skauta í dag, og hægt verður að horfa á allt saman í beinni útsendingu.

  • KA sækir Breiðablik heim í átta liða úrslitum Lengjubikarkeppni karla í fótbolta. Leikurinn hefst klukkan 16.00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
  • HK og KA mætast í toppslag Mizunodeildar kvenna í blaki klukkan 15.00 í dag. Leikið verður í Kópavogi. Liðin mættust um síðustu helgi í úrslitaleik Kjörísbikarkeppninnar þar sem HK sigraði 3:0 og KA-stelpurnar hyggja að sjálfsögðu á hefndir. Smellið hér til að horfa á leikinn í beinni útsendingu Blaksambandsins.
  • Þór/KA leikur við Fylki í Reykjavík klukkan 16:15 í Lengjubikarkeppni kvenna í fótbolta. Fylkir og Breiðablik eru á toppi riðilsins með sjö stig en Þór/KA er með sex, þannig að með sigri fara Stelpurnar okkar upp fyrir Fylki fyrir lokaumferðina. Smellið hér til að horfa á leikinn í beinni útsendingu Fylkismanna.
  • Hamarnir fá Fjarðabyggð/Hött/Leikni í heimsbókn í Lengjubikarkeppni kvenna. Leikurinn hefst í Boganum klukkan 18.30. Smellið hér til að horfa á beint útsendingu Þórsara.
  • Nýbakaðir deildarbikarmeistarar karla, Skautafélags Akureyrar, mætir Skautafélagi Reykjavíkur í Hertz deild karla í íshokkí. Leikurinn hefst klukkan 17.45 í Innbænum, heimili þessar frábæru íþróttar í höfuðstað Norðurlands. Smellið hér eða hér til að horfa á beina útsendingu.