Fara í efni
Íþróttir

Sjö úr Óðni í úrslitum og Sandra Rut fékk bronsverðlaun

Mynd af heimasíðu Óðins
Mynd af heimasíðu Óðins

Keppendur úr Óðni komust sjö sinnum í úrslit á Íslandsmótinu í 25 metra laug um helgina og einn komst á verðlaunapall; Sandra Rut Fannarsdóttir varð í þriðja sæti í 200 m flugsundi og hlaut þar bronverðlaun, fyrstu verðlaun sín á Íslandsmeistaramóti.

Á heimasíðu Óðins er að finna þessa skemmtilegu frásögn:

„Akureyringar geta heldur betur verið stoltir af sínum fulltrúum á Íslandsmeistaramótinu í sundi í 25m laug um helgina! Hérna eru einungis nokkrar ástæður fyrir því;

- Þrátt fyrir að æfa, frá blautu barnsbeini, við gjörólíkar aðstæður tókst þessum snillingum í Óðni að komast sjö sinnum í úrslit og vinna til einna verðlauna!

- Þau ýmist slepptu skóla, redduðu fríi í vinnu eða keyrðu um miðja nótt til að keppa á mótinu!

- Bættir tímar á mótinu eru fjölmargir og staðfesta sundmannanna okkar í að synda sama hvað er ekkert nema aðdáunarverð

- Seigla, liðsheild og gleði einkennir Óðinsmenn meira en flest annað!

- Þau gera æfingarnar, starfið og umhverfi sitt skemmtilegra bara með því að taka þátt og vera á svæðinu

(Ef þetta eru ekki góð rök fyrir bættri aðstöðu fyrir okkar unga fólk þá vitum við ekki hvað…)“

Sandra Rut Fannarsdóttir með bronsverðlaunin eftir 200 m flugsundið um helgina.