Fara í efni
Íþróttir

Síðasti grannaslagurinn í handbolta í bili

Sjaldnast er neitt gefið eftir þegar KA og Þór mætast. Ljósmynd: Þórir Tryggvason.
Sjaldnast er neitt gefið eftir þegar KA og Þór mætast. Ljósmynd: Þórir Tryggvason.

KA tekur á móti Þór í kvöld þegar síðasta umferð Olísdeildar karla í handbolta fer fram. Leikurinn í KA-heimilinu hefst klukkan 19.30.

KA-menn eru öruggir um að komast í úrslitakeppnina en baráttan um sæti er hnífjöfn; KA er í fimmta sæti, þó aðeins einu stigi frá þriðja sætinu. 

Þórsarar eru fallnir úr efstu deild, svo þetta er síðasti grannaslagurinn í bili. Þeir leika aðeins fyrir heiðurinn í kvöld og gefa án nokkurs vafa allt sitt í lokaleikinn, ekki síður en gestgjafarnir.

Þeim sem ekki komast á leikinn má benda á að hann er sýndur beint á sjónvarpsrás KA – smellið hér til að horfa.