Fara í efni
Íþróttir

SA Víkingar unnu stórsigur á Fjölni

SA Víkingar unnu stórsigur á Fjölni

Karlalið SA, Víkingar, sigruðu Fjölni með miklum yfirburðum í Grafarvogi í gær, laugardag – 11:0, á Íslandsmótinu í íshokkí, Hertz deildinni.

Það tók ekki nema 39 sekúndur að brjóta ísinn, Halldór Skúlason skoraði þá eftir góðan undirbúning Heiðars Kristveigarsonar. Góð byrjun hjá Halldóri en þetta var fyrsti leikur hans með SA Víkingum í vetur. Hann lék með Hvidovre IK í Danmörku fyrri hluta vetrar en snéri heim laust fyrir áramót.

Hafþór Sigrúnarson gerði tvö mörk í leiknum en eftirtaldir skoruðu eitt: Halldór Skúlason, Matthías Stefánsson, Jóhann Leifsson, Einar Grant, Baltasar Hjálmarsson, Heiðar Kristveigarson, Ormur Jónsson, Atli Sveinsson og Derric Gulay.