Fara í efni
Íþróttir

Orri Hjaltalín hættur með Þór

Orri Hjaltalín í síðasta heimaleiknum sem þjálfari Þórs, gegn ÍBV á þriðjudaginn í síðustu viku. Til…
Orri Hjaltalín í síðasta heimaleiknum sem þjálfari Þórs, gegn ÍBV á þriðjudaginn í síðustu viku. Til vinstri er Elmar Þór Jónsson. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Orri Hjaltalín er hættur sem þjálfari meistaraflokks karla í knattspyrnu hjá Þór skv. heimildum Akureyri.net. Hann var ráðinn til þriggja ára fyrir þetta keppnistímabil en hefur ákveðið að láta gott heita. Aðstoðarmenn hans, Sveinn Elías Jónsson og Jón Stefán Jónsson, stýra Þórsliðinu það sem eftir er tímabilsins.

Þórsliðinu hefur gengið illa í sumar. Það er í þriðja neðsta sæti Lengjudeildarinnar, næst efstu deildar Íslandsmótsins, þegar tvær umferðir eru eftir. Þórsarar eru með 20 stig eftir 20 leiki og hafa ekki náð að skora í síðustu sjö leikjum í deildinni.

Nánar síðar.