Fara í efni
Íþróttir

Ókeypis rútuferð á leikinn á sunnudaginn

Stelpurnar í KA/Þór fagna glæstum sigri í gærkvöldi. Þær geta orðið Íslandsmeistarar í Valsheimilinu…
Stelpurnar í KA/Þór fagna glæstum sigri í gærkvöldi. Þær geta orðið Íslandsmeistarar í Valsheimilinu á sunnudaginn. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

KA/Þór getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í handbolta kvenna með því að sigra Val að Hlíðarenda á sunnudaginn. Ákveðið hefur verið að bjóða upp á ókeypis rútuferð til Reykjavíkur vegna leiksins – en tekið er fram í tilkynningu að fólk þurfi sjálft að kaupa miða á leikinn.

Lagt verður af stað frá KA-heimilinu klukkan 9.00 á sunnudagsmorgun, leikurinn hefst klukkan 15.45 og haldið verður heim á ný strax að leik loknum.

Smelltu hér til að skrá þig í hópferðina. Skráning er bindandi.

Smelltu hér til að sjá myndasyrpu frá leiknum í gær.

Smelltu hér til að lesa um leikinn í gær.