Fara í efni
Íþróttir

Oddur í miklum ham með Balingen

Oddur Gretarsson hefur farið geysilega vel af stað í þýsku B-deildinni í handbolta í haust. Hann glímdi við erfið meiðsli á síðasta keppnistímabili en er augljóslega kominn í toppform á ný. 

Oddur og félagar í HBW Balingen-Weilstetten eru með 21 stig í efsta sæti deildarinnar, hafa aðeins misst af einu stigi í fyrstu 11 leikjunum, þeir gerðu jafntefli, 28;28, gegn Dessau-Rozzlauer HV 06 um nýliðna helgi. Í leiknum þar á undan var Oddur frábær í 29:24 sigri á HSG Nordhorn-Lingen. Balingen var þá á heimavelli og stuðningsmenn liðsins kusu Odd mann leiksins í annað skipti í vetur. Hann gerði 11 mörk í leiknum.