Fara í efni
Íþróttir

Oddur í liði vikunnar í Þýskalandi

Oddur í liði vikunnar í Þýskalandi

Oddur Gretarsson, Þórsarinn sem leikur með Balingen-Weilstetten í þýsku 1. deildinni í handbolta, lék mjög vel í síðasta í sigurleik um helgina og gerði níu mörk, eins og áður hefur komið fram hér á vefnum. Í kjölfarið var hann valinn í lið umferðarinnar á vef deildarinnar. Vefurinn handbolti.is greinir frá þessu í morgun.

Tveir Íslendingar voru í liði vikunnar að þessu sinni, örvhenta skyttan Viggó Kristjánsson af Seltjarnarnesi er þar einnig, en hann hefur leikið gríðarlega vel undanfarið.

Oddur Gretarsson er i 23. sæti yfir markahæstu leikmenn þýsku 1. deildarinnar með 33 mörk (22 úr vítum) í átta leikjum.