Fara í efni
Íþróttir

Oddur hafði betur gegn Arnóri Þór

Oddur Gretarsson og Arnór Þór Gunnarsson.

Arnór Þór Gunnarsson gerði þrjú mörk og Oddur Gretararsson tvö þegar lið þeirra mættust í þýsku 1. deildinni í handbolta í gærkvöldi. Oddur og félagar í Balingen - Weilstetten sigruðu í leiknum á heimavelli sínum, 27:25, og unnu sér þar með inn tvö gríðarlega dýrmæt stig í botnbaráttunni.

Heimaliðið var með forystu allan seinni hálfleikinn, mest munaði þremur mörkum, Arnór og félagar náðu að minnka muninn niður í eitt mark undir lokin, 26:25, en náðu aldrei að jafna.

Lið Balingen - Weilstetten er sem fyrr í 16. sæti en liðin í 17. til 20. sæti falla. Liðið er með 22 stig og það næsta fyrir neðan er með 19 en á einn leik til góða. Nóg er af stigum í pottinum því flest lið eiga um tíu leiki eftir. Bergischer er nú í 11. sæti með 29 stig og gerir varla atlögu að Evrópusæti úr þessu, er 11 stigum frá því markmiði.