Fara í efni
Íþróttir

Níu körfuboltamenn semja áfram við Þór

Penninn á lofti í gærkvöldi. Frá vinstri: Bjarki Ármann Oddsson þjálfari, Ragnar Ágústsson, Ólafur Snær Eyjólfsson, Hlynur Freyr Einarsson, Smári Jónsson, Páll Nóel Hjálmarsson, Andri Már Jóhannesson, Arnar Þór Stefánsson, Kolbeinn Fannar Gíslason og Júlíus Orri Ágústsson. Ljósmynd: Páll Jóhannesson.

Körfuknattleiksdeild Þórs samdi í gærkvöldi við níu leikmenn sem munu taka slaginn áfram með liðinu í Domino´s deildinni næsta vetur.

Sjö þeirra komu upp úr yngra flokki starfinu hjá Þórven tveir koma úr röðum Tindastóls; Hlynur Freyr Einarsson, sem gekk til liðs við Þór síðastliðið haust, og Ragnar Ágústsson, sem á nú að baki þrjú tímabil með liðinu.

Allir hafa þessir leikmenn komið eitthvað við sögu með meistaraflokki. „Þetta eru sannarlega ánægjuleg tíðindi og verður gaman að fylgjast með þessum efnilegu leikmönnum í framtíðinni og óhætt að segja að framtíðin sé björt hjá körfuknattleiksliði Þórs,“ segir á heimasíðu Þórs. 

Þeir sem undirrituðu samning núna eru þessir:

  • Júlíus Orri Ágústsson, 19 ára bakvörður, leikstjórnandi og fyrirliði.
  • Andri Már Jóhannesson, 19 ára framherji.
  • Ólafur Snær Eyjólfsson, 17 ára bakvörður.
  • Páll Nóel Hjálmarsson, 18 ára bakvörður.
  • Smári Jónsson, 20 ára bakvörður.
  • Kolbeinn Fannar Gíslason, 19 ára framherji.
  • Ragnar Ágústsson, 19 ára framherji.
  • Hlynur Freyr Einarsson, 23 ára framherji.
  • Arnar Þór Stefánsson 20 ára bakvörður.

Hjálmar Pálsson formaður körfuknattleiksdeildar undirritaði samningana fyrir hönd Þórs. Hér er hann með Júlíusi Orra Ágústssyni.