Fara í efni
Íþróttir

Mikilvægur leikur við Keflvíkinga í dag

Arna Sif Ásgrímsdóttir, fyrirliði Þórs/KA og kjölfestan í liðinu. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.
Arna Sif Ásgrímsdóttir, fyrirliði Þórs/KA og kjölfestan í liðinu. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Stelpurnar okkar í Þór/KA leika við Keflavík í dag í Pepsi Max deildinni í knattspyrnu, efstu deild Íslandsmótsins. Liðin mætast í Reykjanesbæ og hefst viðureignin klukkan 18.00. Leikurinn er sýndur beint á stod2.is.

Þór/KA gerði markalaust jafntefli við Fylki á heimavelli í síðustu umferð og þar áður 1:1 jafntefli við Val í Reykjavík. Keflvíkingar töpuðu hins vegar síðasta leik 4:0 fyrir Val í Reykjavík en unnu Tindastól 1:0 þar áður á heimavelli.

Þór/KA er í næst neðsta sæti deildarinnar með átta sig eftir jafn marga leiki en Keflavík hefur einu stigi meira.