Fara í efni
Íþróttir

Meistararnir komu norður með bikarinn

Vann allt í fyrstu tilraun! Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA/Þórs, Kristín Hanna Bjarnadóttir, eiginkona hans, og synirnir Jóhann Bjarni, Sölvi Snær og óskírður Andrason. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Bikarmeistarar KA/Þórs í handbolta komu fljúgandi með bikarinn norður undir völd í gær, eftir öruggan sigur á Fram í úrslitaleik Coca Cola bikarkeppninnar, 26:20. Myndum frá flugvellinum hefur verið bætt í syrpuna frá fögnuðinum í Haukahúsinu eftir úrslitaleikinn.

Hópur fólks tók á mótinu liðinu á Akureyrarflugvelli. Stelpurnar okkar fóru sannarlega á kostum keppnistímabilið 2020 til 2021, sem lauk loks í gær - þótt það næsta sé reyndar byrjað. Bikarkeppninni var frestað til hausts sem kunnugt er, þar sem keppni dróst mjög á langinn  vegna kórónuveirunnar. Með sigrinum í gær varð ljóst að KA/Þór vann allt sem hægt var að vinna á leiktíðinni; liðið byrjaði á því að sigra í meistaraleik HSÍ, varð þá Meistari meistaranna, liðið var svo deildarmeistari, loks Íslandsmeistari og fullkomnaði verkið í gær.

Andri Snær Stefánsson tók við þjálfun KA/Þórs sumarið 2020 og óhætt er að segja að hann fari vel af stað!