Fara í efni
Íþróttir

Markalaust og heldur bragðdauft

Hallgrímur Mar Steingrímsson komst næst því að skora í dag þegar hann þrumaði boltanum í þverslá í seinni hálfleik. Boltinn skoppar þarna í teignum eftir að hann small í slánni, Bjarni Aðalsteinsson náði föstu skoti að marki í kjölfarið en Mathias Rosenörn gerði mjög vel að verja. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

KA og Keflavík gerðu markalaust jafntefli á Akureyri í dag í þriðju umferð Bestu deildarinnar, efstu deildar Íslandsmótsins í knattspyrnu. Leikurinn var bragðdaufari en fyrri tveir leikir KA til þessa.

KA-menn voru meira með boltann en gekk erfiðlega að brjóta sterka vörn gestanna á bak aftur. Bjuggu þó nokkrum sinnum til álitleg færi og komust næst því að skora þegar Hallgrímur Mar Steingrímsson þrumaði í þverslá. Keflvíkingar ógnuðu líka marki KA nokkrum sinnum eftir góðar skyndisóknir en markvörður KA, Steinþór Már Auðunsson – Stubbur – lék vel og sá við þeim.

Nánar síðar

Smellið hér til að sjá leikskýrsluna