Fara í efni
Íþróttir

Magnaður sigur KA á toppliði Vals á útivelli

Ein­ar Rafn Eiðsson lék mjög vel í kvöld og gerði átta mörk í sigri KA á Val. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

KA vann glæsilegan sigur á toppliði Vals, 33:29, á útivellí í kvöld í Olísdeildinni í handbolta, efstu deild Íslandsmótsins. KA fer upp í 10 stig með sigrinum og er í sjöunda sæti en lið Vals er enn á topnum með 16 stig.

„Þetta var frábær sigur og við vorum ógeðslega flottir,“ sagði Halldór Stefán Haraldsson þjálfari KA við Instagramsíðu félagsins eftir leikinn,. Vísað er í viðtalið á handbolti.is. Einnig er þar viðtal við Skarphéðin Ívar Einarsson, sem lék vel bæði í sókn og vörn. Smellið hér til að sjá viðtölin.

Valsmenn höfðu unnið átta leiki í vetur og aðeins tapað einum en uppskera KA-strákanna var rýrari en vonast var til; þeir höfðu unnið þrjá leiki, gert tvö jafntefli og tapað fjórum. Fæstir hafa því líklega spáð sigri gestanna í kvöld en hafi hann verið óvæntur var sigurinn svo sannarlega verðskuldaður.

Valsmenn komust í 1:0 á fyrstu mínútu en það var í eina skiptið sem þeir höfðu forystu í kvöld! Staðan í hálfleik var 20:18 fyrir KA og norðanmenn unnu seinni hálfleikinn einnig með tveggja marka mun. Þá voru liðin heldur sparari á mörkin því KA vann hálfleikinn 13:11.

Þegar 10 mínútur voru eftir höfðu KA-menn sex marka forystu, 29:23, og þegar upp var staðið fögnuðu þeir fjögurra marka sigri sem fyrr segir.

„Eftir góð skref í síðustu leikjum þá small allt hjá okkur í kvöld, ekki síst í síðari hálfleik þegar við fengum góða markvörslu, flottan varnarleik og síðan var sóknarleikurinn frábær, ekki síst í fyrri hálfleik,“ hefur handbolti.is eftir Halldóri Stefáni þjálfara í Instagram viðtalinu sem áður var vísað til.

Mörk KA: Ein­ar Rafn Eiðsson 8 (1 víti), Skarp­héðinn Ívar Ein­ars­son 6, Jens Bragi Bergþórs­son 5, Jó­hann Geir Sæv­ars­son 5, Ott Varik 5 (1 víti), Dag­ur Árni Heim­is­son 3, Arn­ór Ísak Hadds­son 1.

Var­in skot: Bruno Bernat 12 (38,7%), Nicolai Horntvedt Kristen­sen 2 (16,7%).

Smellið hér til að sjá alla tölfræði úr leiknum