Fara í efni
Íþróttir

Lydía og Bergrós á HM í Kína með landsliði U18

Lydía Gunnþórsdóttir, til vinstri, og Bergrós Ásta Guðmundsdóttir. Mynd af heimasíðu KA.

Tveir leikmenn handboltaliðs KA/Þórs, Lydía Gunnþórsdóttir og Bergrós Ásta Guðmundsdóttir, taka þátt í heimsmeistaramóti 18 ára og yngri sem fram fer í Kína síðari hluta ágústmánaðar á þessu ári. Rakel Dögg Bragadóttir landsliðsþjálfari tilkynnti leikmannahópinn á dögunum og er greint frá valinu á heimasíðu KA.

Þar segir: „Þær Lydía og Bergrós eru báðar í lykilhlutverki í meistaraflokksliði KA/Þórs og ljóst að afar spennandi ævintýri er framundan hjá stelpunum að spila á HM og það í Kína. Fyrir liggur að stelpurnar leika æfingaleiki við Færeyjar dagana 1. og 2. júní næstkomandi en þeir leikir fara fram á Íslandi.“

Þess má geta að Sif Hallgrímsdóttir,  sem einnig leikur með KA/Þór, er ein fjögurra sem valdar eru til vara og verða til taks ef einhver í leikmannahópnum heltist úr lestinni.