Lið Hauka reyndist fyrsti ofjarl KA/Þórs

Lið KA/Þórs í handbolta varð að játa sig sigrað í fyrsta sinn á Íslandsmótinu í vetur þegar Haukar kom í heimsókn í KA-heimilið í gær. Nýliðar KA/Þórs höfðu nnið fyrstu leikina en Haukarnir voru sterkari í gær og unnu sanngjarnan sigur, 27:23.
KA/Þór er enn á toppnum þrátt fyrir tapið, ásamt Val og ÍBV. Liðin eru öll með sex stig en Haukar eru komnir með fimm stig eftir sigurinn í gær.
Fyrri hálfleikur var í raun hnífjafn, KA/Þór komst þremur mörkum yfir eftir tæpar 10 mínútur og hafði forystu allt þar til fimm mínútur lifðu fyrri hálfleiksins en þá tóku gestirnir á sprett og komust þremur mörkum. Heimaliðið gerði síðan tvö síðustu mörk hálfleiksins þannig að staðan að honum loknum var 12:11 gestunum í hag.
Haukar byrjuðu seinni háfleikinn vel og héldu fengnum hlut; munurinn var þó ekki nema tvö til þrjú mörk lengi vel en þegar 10 mín. voru eftir komust Haukar fjórum mörkum yfir og þá var vonin úti.
Mörk KA/Þórs: Tinna Valgerður Gísladóttir 6 (5 víti), Ólöf Kristín Þorsteinsdóttir 5, Susanne Denise Pettersen 4, Bergrós Ásta Guðmundsdóttir 3, Trude Blestrud Hakonsen 2, Lydía Gunnþórsdóttir 1, Elsa Björg Guðmundsdóttir 1 og Sólveig Lára Kristjánsdóttir 1.
Varin skot: Matea Lonac 6 (23,1%) – Bernadett Leiner 1 (16,7%).
Mörk Hauka: Embla Steindórsdóttir 9 (3 víti), Jóhanna Margrét Sigurðardóttir 8 (2 víti), Sonja Lind Sigsteinsdóttir 3, Rakel Oddný Guðmundsdóttir 3, Birta Lind Jóhannsdóttir 3, Sara Marie Odden 1.
Varin skot: Sara Sif Helgadóttir 10 (32,3%) – Elísa Helga Sigurðardóttir 2, þar af 1 víti (66,7%).