Fara í efni
Íþróttir

Leikir KA og Þórs sýndir beint í kvöld

Karolis Stropus handboltamaður í Þór - Áki Egilsnes handboltamaður í KA - Miguel Mateo Castrillo bla…
Karolis Stropus handboltamaður í Þór - Áki Egilsnes handboltamaður í KA - Miguel Mateo Castrillo blakari í KA.

Þrír boltaleikir akureyrskra liða eru á dagskrá í kvöld, tveir á Akureyri og sá þriðji í Hafnarfirði.

  • Þór tekur á móti Fram í Olís-deild karla í handbolta í Höllinni og hefst leikurinn klukkan 19.00. Þórsarar eru með tvö stig í 11. sæti en Framarar hafa sjö stig í fimmta sæti. Áhorfendur eru ekki leyfðir í íþróttahúsum en hægt verður að horfa á alla leikina þrjá í beinni útsendingu íþróttafélaganna..

Smellið hér til að horfa á leik Þórs og Fram á sjónvarpsrás Þórs. Það kostar 7 evrur, um 1.100 krónur. Til útskýringar má geta þess, velti fólk því fyrir sér hvers vegna gjaldið er gefið upp í evrum, að erlendir aðilar sjá um greiðslukerfið en vonast er til þess að innheimt verði í krónum bráðlega, að sögn Jóns Stefáns Jónssonar, íþróttastjóra Þórs.

  • Handboltalið KA leikur gegn FH í Hafnarfirði og hefst leikurinn klukkan 19.30. FH-ingar eru með 8 stig í 2. til 5. sæti deildarinnar en KA-menn eru með fjögur stig í áttunda sæti.

Smellið hér til að horfa á leik FH og KA á sjónvarpsrás FH. Það kostar 9 evrur, um 1.400 krónur.

  • Þá verður karlalið KA í blaki í eldlínunni á heimavelli, þegar Afturelding kemur í heimsókn. Leikur liðanna, sem er í Mizuno deild Íslandsmótsins, hefst klukkan 20.15 og verður sýndur á sjónvarpsrás KA.

Smellið hér til að horfa á blakleikinn á KA TV. Útsendingin er ókeypis.

  • Leik Þórs/KA og Þórs/KA 2, í kvennariðli Kjarnafæðismótsins í fótbolta, sem fyrirhugaður var í kvöld hefur verið frestað.