Fara í efni
Íþróttir

Kimberley Dóra og Iðunn Rán til Írlands

Kimberley Dóra og Iðunn Rán. Mynd af vef Þórs/KA.

Iðunn Rán Gunnarsdóttir og Kimberley Dóra, leikmenn Þórs/KA, hafa verið valdar í landsliðshóp 17 ára og yngri í knattspyrnu fyrir keppni í milliriðli undankeppni Evrópumótsins í sumar.  Ísland leikur við Finnland, Írland og Slóvakíu og fara allir leikirnir fram á Írlandi 23. til 29. mars. Efsta lið riðilsins kemst beint í lokakeppni EM sem verður í Bosníu-Hersegóvínu í maí.

Smellið hér til að sjá allan leikmannahópinn.