Fara í efni
Íþróttir

KA/Þór og Stjarnan þurfa að mætast aftur!

KA/Þór og Stjarnan þurfa að mætast aftur!

Áfrýjunardómstóll HSÍ hefur fellt þann dóm að úrslit leiks Stjörnunnar og KA/Þórs í Olísdeild kvenna 13. febrúar sl. verði ómerkt og að leikurinn fari fram að nýju. Handbolti.is greinir frá þessu.

Dómurinn var kveðinn upp í gær og birtur báðum félögum í gærkvöldi. Hann hefur hinsvegar ekki verið birtur á heimasíðu Handknattleikssambands Íslands.

KA/Þór vann leikinn, 27:26, þrátt fyrir að viðurkennt hafi verið að ofskráð hafi verið mark á Akureyrarliðið.

Smellið hér til að lesa frétt handbolta.is