Fara í efni
Íþróttir

KA/Þór í 8 liða úrslit eftir öruggan sigur

Bergrós Ásta Guðmundsdóttir lék vel í kvöld, eins og nánast er orðin regla, og var markahæst í liði KA/Þórs. Mynd: Skapti Hallgrímsson

Stelpurnar í KA/Þór eru komnar í átta liða úrslit bikarkeppninnar í handbolta, Poweradebikarins, eftir mjög öruggan sigur á liði Selfyssinga í KA-heimilinu í kvöld. KA/Þór hafði fimm marka forystu í hálfleik, 16:11, og sex mörkum munaði í lokin – úrslitin urðu 32:26.

KA/Þór byrjaði af miklum krafti, komst 3:0 og um miðjan fyrri hálfleikinn var staðan orðin 10:3. Þá var löngu ljóst hvert stefndi. Gestirnir löguðu stöðuna lítillega fyrir hlé en „Stelpurnar okkar“ stigu bensíngjöfina í botn á ný og eftir aðeins rúmar 10 mínútur í seinni hálfleik var staðan orðin 26:16 og þegar 10 mín. voru eftir var aftur jafn mikill munur, staðan þá 29:19.

Mörk KA/Þórs: Bergrós Ásta Guðmundsdóttir 7, Anna Þyrí Halldórsdóttir 5, Sólveig Lára Kristjánsdóttir 4, Tinna Valgerður Gísladóttir 4, Susanne Denise Pettersen 3, Lydía Gunnþórsdóttir 3 (þar af 2 víti), Kristín A Jóhannsdóttir 2, Unnur Ómarsdóttir 2, Anna Petrovics 1, Trude Blestrud Hakonsen 1.

Varin skot: Matea Lonac 14 (43,8%) – Bernadett Leiner 1 (11,1%).

Mörk Selfoss: Mia Kristin Syverud 7 (þar af 4 víti), Hulda Hrönn Bragadóttir 6, Sara Dröfn Rikharðsdóttir 5, Emelía Ósk Aðalsteinsdóttir 3, Eva Lind Tyrfingsdóttir 2, Ída Bjarklind Magnúsdóttir 2, Arna Kristín Einarsdóttir 1.

Varin skot: Ágústa Tanja Jóhannsdóttir 2 (11,1%) – Sara Xiao Reykdal 1 (5,9%).

Tölfræðin frá HB Statz

Fögnuður! Mynd sem birt var á Facebook síðu KA eftir leikinn í kvöld.