Fara í efni
Íþróttir

KA tapaði á Nesinu og glímir við Hauka

Þeir leiða saman hesta sína í átta liða úrslitunum. Jónatan Magnússon, þjálfari KA, og Aron Kristján…
Þeir leiða saman hesta sína í átta liða úrslitunum. Jónatan Magnússon, þjálfari KA, og Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, sem fær hér gula spjaldið í KA-heimilinu í vetur. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

KA mætir Haukum í fyrstu umferð úrslitakeppninnar um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta. KA-menn töpuðu fyrir Gróttu á Seltjarnarnesi í lokaumferð deildarkeppninnar í dag, 33:28, og ljúka keppni í sjöunda sæti. Haukur unnu FH og lentu í öðru sæti en Valsmenn urðu deildarmeistarar eftir stórsigur á Selfyssingum.

KA hafði yfirhöndina fyrstu 20 mínútur leiksins á Seltjarnarnesi í dag og komst mest þremur mörkum yfir, 8:5 og 11:8 en þegar þar var komið sögu tóku heimamenn við keflinu og létu forystuna aldrei af hendi. Grótta var fjórum mörkum yfir í hálfleik, 18:14, og mestur varð munurinn sjö mörk, 25:18.

Mörk KA: Ólafur Gústafsson 8, Óðinn Þór Ríkharðsson 6 (2 víti), Arnór Ísak Haddsson 4, Arnar Freyr Ársælsson 3, Einar Birgir Stefánsson 3, Patrekur Stefánsson 2, Jón Heiðar Sigurðsson 1 og Allan Norðberg 1.

Varin skot: Nicholas Satchwell 11 (29%)

Öll úrslit dagsins:

 • Grótta – KA 33:28
 • Selfoss – Valur 24:37
 • Haukar – FH 32:31
 • Afturelding – Fram 23:26
 • Stjarnan – Víkingur 42:30
 • HK – ÍBV 33:37

Áttu efstu liðin í deildinni:

1. Valur 34 stig

2. Haukar 34

3. ÍBV 31

4. FH 29

5. Selfoss 26

6. Stjarnan 24

7. KA 20

8. Fram 19

Rimmurnar í átta liða úrslitunum

 • Valur (1) – Fram (8)
 • Haukar (2) – KA (7)
 • ÍBV (3) – Stjarnan (6)
 • FH (4) – Selfoss (5)

Fyrsta umferð átta liða úrslitanna verður 21. og 22. apríl

 • KA og Haukar hafa mæst þrisvar í vetur. Haukar unnu báða leikina í deildinni, 32:29 á Akureyri og 27:24 í Hafnarfirði. KA hafði hins vegar betur í átta liða úrslitum bikarkeppninnar, 28:26, á heimavelli.