Fara í efni
Íþróttir

KA-stúlkurnar unnu Álftnesinga örugglega

Paula Del Olmo (5) sendir boltann yfir netið í gær. Ljósmynd: Þórir Tryggvason.
Paula Del Olmo (5) sendir boltann yfir netið í gær. Ljósmynd: Þórir Tryggvason.

KA sigraði Álftanes örugglega í Mizunodeild kvenna í blaki í KA-heimilinu í gær, 3:1.

Álftnesingar unnu fyrstu hrinuna, 25:23, en KA-stúlkurnar þrjár næstu mjög örugglega; 25:13, 25:11 og 25:14.

HK er nú efst í deildinni með 9 stig eftir 3 leiki, KA í öðru sæti með 6 stig að loknum 4 leikjum og Afturelding með 5 stig eftir aðeins 2 leiki.