Fara í efni
Íþróttir

KA stelpurnar töpuðu fyrir sterku liði HK

Paula Del Olmo Gomez, sem smassar hér á dögunum, var frábær í KA-liðinu í kvöld. Ljósmynd: Þórir Try…
Paula Del Olmo Gomez, sem smassar hér á dögunum, var frábær í KA-liðinu í kvöld. Ljósmynd: Þórir Tryggvason.

Kvennalið KA tapaði fyrir öflugu liði HK, 3:1, í hörkuleik í Mizunodeildinni í blaki í KA-heimilinu í kvöld. Gestirnir unnu fyrstu hrinuna heldur auðveldlega, 25:16 en næstu þrjár voru jafnar og spennandi. KA jafnaði í 1:1 með því að vinna aðra hrinuna 25:23, en HK vann tvær næstu, 25:22 og 27:25 eftir upphækkun.

Paula Del Olmo Gomez fór á kostum í KA liðinu og gerði 24 stig, Mireia Orozco gerði 13, Gíga Guðnadóttir og Heiðbrá Björgvinsdóttir 6 hvor, Sigdís Lind Sigurðardótrir 4 og Jóna Margrét Árnadóttir 3 stig.

Smellið hér til að horfa á flotta útsendingu KA TV frá leiknum.