Fara í efni
Íþróttir

KA-mönnum spáð 7. sæti Bestu deildarinnar

Daníel Hafsteinsson verður áfram í lykilhlutverki í KA-liðinu í sumar. Hér er hann í leik gegn HK á Greifavellinum í fyrrasumar, en HK-ingar eru fyrstu mótherjar KA-manna í deildinni í ár. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

KA-mönnum er spáð 7. sæti í Bestu deildinni í knattspyrnu í sumar í árlegum samkvæmisleik fyrirliða, þjálfara og formanna liðanna 12 í deildinni. Spá þessa hóps var opinberuð  á kynningarfundi deildarinnar í dag.

Vals­mönn­um er spáð Íslandsmeistaratitlinum og meisturum Víkings öðru sæti. Vestra og HK er spáð falli.

Spá­in er sem hér segir:

  1. Val­ur
  2. Vík­ing­ur R.
  3. Breiðablik
  4. Stjarn­an
  5. KR
  6. FH
  7. KA
  8. Fram
  9. ÍA
  10. Fylk­ir
  11. Vestri
  12. HK

Flautað verður til leiks í Bestu deildinni á laugardaginn. Leikir í fyrstu umferðinni eru þessir:

  • Laugardag 19.15, Víkingur - Stjarnan
  • Sunnudag 13.00, Fram - Vestri
  • Sunnudag 17.00, KA - HK
  • Sunnudag 19.15, Valur - ÍA
  • Sunnudag 19.15, Fylkir - KR
  • Mánudag 19.15, Breiðablik - FH

Þrír fyrstu leikir KA í deildinni verða á heimavelli og fjórir af fyrstu fimm.

  • 2. umferð
    KA - FH laugardag 13. apríl kl. 16.15 
  • 3. umferð
    KA - Vestri sunnudag 21. apríl kl. 14.00
  • 4. umferð
    Víkingur - KA sunnudag 28. apríl kl. 16.15
  • 5. umferð
    KA - KR sunnudag 5. maí kl. 16.00

Miðjumaðurinn Rodri, einn burðarása KA-liðsins, í leik gegn HK á heimavelli í fyrra. Jakob Snær Árnason í fjarska. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson