Fara í efni
Íþróttir

KA-menn á heimavelli hamingjunnar í dag

Daníel Hafsteinsson hefur leikið vel með KA í sumar. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson
Daníel Hafsteinsson hefur leikið vel með KA í sumar. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

KA-menn mæta Íslandsmeisturum Víkings í dag klukkan 16.30 í Bestu deildinni í knattspyrnu, efstu deild Íslandsmótsins. Leikurinn verður í Víkinni - á heimavelli hamingjunnar, eins og stuðningsmenn meistaranna ku kalla svæðið.

KA hefur farið mjög vel af stað á Íslandsmótinu, er í 2. sæti með 16 stig eftir sjö leiki en Víkingur er í 5. sæti 13 stig eftir átta leiki. 

Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.