Fara í efni
Íþróttir

KA mætir Stjörnunni í Garðabæ í kvöld

Síðasti leikur KA var gegn HK á heimavelli. HK-ingar unnu og eru því aðeins einu stigi á eftir KA-mönnum fyrir leik kvöldsins. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

KA sækir Stjörnuna heim í dag í Olís deild karla, efstu deild Íslandsmótsins í handbolta. Leikurinn hefst kl. 18.00 í íþróttahúsinu Mýrinni í Garðabæ. 

Þegar 14 umferðum er lokið í Olís deildinni eru liðin bæði í harðri baráttu um sæti í átta liða úrslitakeppni um Íslandsmeistaratitilinn. Stjarnan er sem stendur í sjöunda sæti með 11 stig en KA í níunda sæti með 10 stig. Því er mikið í húfi í kvöld. Grótta er í áttunda sæti einnig með 10 stig, HK er með níu stig og Víkingur og Selfoss neðst með sex stig.

Hægt er að horfa á leikinn í beinni útsendingu á handboltapassanum.

KA á þessa leiki eftir í deildinni:

  • Stjarnan - KA
  • KA - ÍBV
  • Haukar - KA
  • KA - Grótta
  • KA - Víkingur
  • Afturelding - KA
  • KA - Valur
  • FH - KA

Smellið hér til að sjá stöðuna í deildinni.