Fara í efni
Íþróttir

KA lá fyrir meisturum Vals - Þór fyrir Fram

Ásgeir Sigurgeirsson eltir bakvörðinn Birki Má Sævarsson í Boganum í dag. Birkir gerði eina mark lei…
Ásgeir Sigurgeirsson eltir bakvörðinn Birki Má Sævarsson í Boganum í dag. Birkir gerði eina mark leiksins. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

KA tapaði fyrir Íslandsmeisturum Vals, 1:0, í fyrsta leik Lengjubikarkeppninnar í dag. Liðin mættust í Boganum, í riðli 1 í A deildinni, og það var hægri bakvörðurinn, Birkir Már Sævarsson, sem gerði eina markið í fyrri hálfleik. 

Þórsarar hófu einnig leik í Lengjubikarkeppninni og töpuðu 3:2 fyrir Fram í Egilshöll. Liðin leika í riðli 2 í A deild.

Þórir Guðjónsson kom fram í 1:0 á 19. mínútu en Guðni Sigþórsson jafnaði á 33. mín. Þórður skoraði aftur á 56. mín og aðeins tveimur mín. síðar kom Alex Freyr Elísson Fram í 3:1. Ásgeir Marinó Baldvinsson minnkaði muninn fyrir Þór þegar tíu mín. voru eftir.