Fara í efni
Íþróttir

KA-heimilið: KA/Þór - ÍBV og meistarablak

Boðið verður upp á handbolta og blak í KA-heimilinu í dag. Fyrst mætast KA/Þór og ÍBV í efstu deild Íslandsmóts kvenna í handbolta, Olís deildinni, og síðar í dag etja kappi bestu blaklið landsins um titlinn Meistari meistaranna, bæði í kvenna- og karlaflokki.

- - -

Konurnar í handboltanum fóru vel af stað í fyrstu umferðinni, unnu Stjörnuna með tveggja marka mun, 24:22. Þær fá annan heimaleik strax í 2. umferðinni í dag.

  • Olísdeild kvenna í handknattleik
    KA-heimilið kl. 13:30
    KA/Þór - ÍBV

Þessi lið mættust á KG sendibílamótinu sem haldið var í KA-heimilinu í ágúst. Eyjakonur unnu þann leik með tíu marka mun.

- - -

Blakvertíðin er að hefjast og komið að því að spila um fyrsta bikar tímabilsins í leikjum um titilinn Meistara meistaranna. Sem Íslandsmeistarar fær lið KA heimaleik og mætir Þrótti.

  • Meistarar meistaranna í blaki karla
    KA-heimilið kl. 16
    KA - Þróttur

Þar sem KA varð bæði Íslands- og bikarmeistari síðastliðið vor mæta þeir Þrótturum, en þessi lið léku til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn.

- - -

Kvennalið KA í blaki vann allt sem hægt var að vinna á síðasta tímabili. KA-konur hafa unnið Íslandsmeistaratitilinn fjögur ár í röð og eru því orðnar vanar því að spila fyrsta leik tímabilsins þar sem keppt er um titilinn Meistari meistaranna.

  • Meistarar meistaranna í blaki kvenna
    KA-heimilið kl. 19
    KA - Völsungur

Þar sem KA vann tvöfalt í vor mætast KA og Völsungur, eins og í úrslitakeppni Íslandsmótsins í vor.