Fara í efni
Íþróttir

KA fær varnarmann frá Úkraínu að láni í sumar

Úkraínskur varnarmaður, Oleksiy Bykov, er genginn til liðs við KA á lánsamning og leikur því með liðinu í Bestu deildinni sem hefst þann 20. apríl næstkomandi með heimaleik KA gegn Leikni.

„Oleksiy er spennandi miðvörður sem kemur frá FK Mariupol en liðið leikur í efstu deild í Úkraínu. Hann lék þó framan af tímabili á láni hjá Búlgarska liðinu Lokomotiv Plovdiv þar sem hann lék 15 deildarleiki auk þess að spila þrjá leiki í undankeppni Sambandsdeild UEFA,“ segir á vef KA í morgun.

Oleksiy sem er nýorðinn 24 ára er 186 cm á hæð hóf ferilinn hjá stórliði Shakhtar Donetsk en gekk til liðs við Mariupol árið 2018 þar sem hann hefur verið síðan. Þá lék hann 9 landsleiki fyrir U21 árs landslið Úkraínu, að því er segir á vef KA.