Fara í efni
Íþróttir

KA fær Val í heimsókn í undanúrslitunum

KA-mennirnir Elfar Árni Aðalsteinsson, Sveinn Margeir Hauksson og Daníel Hafsteinsson í bikarúrslitaleiknum gegn Víkingum í fyrra. Þá sigruðu Víkingar en liðin gætu mæst aftur í úrslitum í ár. Mynd: Skapti Hallgrímsson

KA tekur á móti Val í undanúrslitum bikarkeppninnar í knattspyrnu, Mjólkurbikarkeppninnar. Dregið var í beinni útsendingu í þættinum Bikarkvöldi á RÚV 2 i Ríkissjónvarpinu, eftir leiki kvöldsins.

Hin viðureign undanúrslitanna er leikur Víkings og Stjörnunnar.

Leikirnir verða að öllum líkindum 3. og 4. júlí en Birkir Sveinsson, starfsmaður KSÍ, sagði í þættinum að hugsanlega þyrfti að breyta leikdögum vegna leikja í Evrópukeppni félagsliða.

Úrslitaleikur Mjólkurbikarkeppninnar verður á Laug­ar­dals­vell­in­um 23. ág­úst.