Fara í efni
Íþróttir

KA fær KR í heimsókn í dag í Bestu deildinni

Fyrsta mark KA í sumar - Ásgeir Sigurgeirsson og Bjarni Aðalsteinsson fagna á 24. mínútu leiksins við KR í 1. umferð Bestu deildarinnar, á Greifavellinum sunnudaginn 6. apríl. Ásgeir jafnaði þarna, 1:1, eftir laglegan undirbúning Bjarna. Viðar Örn Kjartansson í fjarska. Myndir: Skapti Hallgrímsson

Keppni í neðri hluta Bestu deildar karla í knattspyrnu hófst í gær þegar Akurnesingar unnu stórsigur, 4:0, á liði Vestra á Ísafirði. Fyrsti leikur  KA-manna verður í dag þegar KR-ingar koma í heimsókn.

  • Besta deild karla, neðri hluti
    Greifavöllurinn kl. 16:15
    KA - KR

Áður en þessi sex liða „framlenging“ hófst í gær voru ÍBV og KA með 29 stig, Vestri 27, KR 24 og í fallsætunum voru ÍA með 22 og Afturelding 21. Akurnesingar komust með sigrinum í gær upp úr fallsæti í fyrsta skipti í marga mánuði; hafa nú 25 stig og fóru upp fyrir KR. Hvert lið leikur fimm sinnum í framlengingunni og því eru 15 stig í pottinum.

KA var í áttunda sæti eftir hefðbundna 22 leikja tvöfalda umferð en ÍBV í því sjöunda, efsta sæti í neðri hlutanum, með hagstæðari markamun. Tvö neðstu liðin falla.

KA og KR mættust í 1. umferð Bestu deildarinnar 6. apríl og endaði sá leikur með 2:2 jafntefli á Greifavelli KA. Nákvæmlega þremur mánuðum síðar, 6. júlí, mættust liðin aftur og þá sigraði KA 2:1 í Reykjavík. Þá var leikið á AVIS velli Þróttar í Laugardal þar sem enn stóð yfir vinna við að leggja gervigras á KR-völlinn vestur í bæ.

Dagskrá keppni neðri sex liða Bestu deildarinnar er sem hér segir:

1. umferð

  • Vestri - ÍA 0:4

Sunnudag 21. september

  • ÍBV - Afturelding 16:00
  • KA - KR 16:15

2. umferð

Laugardag 27. september

  • Vestri - ÍBV 14:00

Sunnudag 28. september

  • ÍA - KR 14:00
  • Afturelding - KA 16:00

3. umferð

Laugardagur 4. október

  • KA - Vestri 14:00
  • ÍBV - ÍA 14:00
  • KR - Afturelding 14:00

4. umferð

Sunnudag 19. október

  • KA - ÍA 14:00
  • KR - ÍBV 14:00
  • Afturelding - Vestri 14:00

5. umferð

Laugardag 25. október

  • ÍBV - KA 14:00
  • Vestri - KR 14:00
  • ÍA - Afturelding 14:00