Fara í efni
Íþróttir

Jafntefli í toppslag KA/Þórs og Vals

Rut Arnfjörð Jónsdóttir lék mjög vel í kvöld og var markahæst hjá KA/Þór. Ljósmynd: Egill Bjarni Friðjónsson.

KA/Þór og Valur skildu jöfn, 23:23, í æsispennandi toppslag efstu deildar kvenna í handbolta að Hlíðarenda í kvöld. Valsarar eru því enn á toppnum, hafa nú níu stig að loknum sex leikjum, Framarar hafa átta stig eftir fimm leiki og KA/Þór átta stig eftir sex leiki. Næsti leikur KA/Þórs er því líka toppslagur; Framarar koma í heimsókn í KA-heimilið næsta laugardag.

Leikurinn í kvöld var í járnum frá fyrstu mínútu til hinnar síðustu og var munurinn aldrei meiri en tvö mörk. Góður varnarleikur var í fyrirrúmi hjá báðum liðum.

Dæmi um gang leiksins, Valur - KA/Þór - 0:1 4:4, 6:6, 8:6, 10:8, 11:9, 11:11 - 11:12, 13:13, 15:15, 17:15, 17:17, 19:19, 20:20, 22:20, 22:22, 23:23.

Mörk KA/Þórs: Rut Arnfjörð Jónsdóttir 9 mörk - 6 víti, Ásdís Guðmundsdóttir 4/2, Kristín Aðalheiður Jóhannsdóttir 4, Aldís Ásta Heimisdóttir 3, Hulda Brtybdís Tryggvadóttir 2 og Telma Lísa Elmarsdóttir 1. Matea Lonac varði 7 skot og Sunna Guðrún Pétursdóttir 1.