Fara í efni
Íþróttir

Igor Kopishinsky er á leið til Hauka

Igor Kopishinsky í leik með Þór á síðasta keppnistímabili. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson
Igor Kopishinsky í leik með Þór á síðasta keppnistímabili. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Igor Kopishinsky, handboltamaðurinn sem lék með Akureyri og Þór við mjög góðan orðstír síðustu ár, er á leið til Hauka. Hornamaðurinn snjalli hefur ekki spilað í vetur en hefur alið manninn að mestu á Siglufirði þar sem eiginkona hans starfar. Forráðamenn handknattleiksdeildar kusu að láta unga, uppalda Þórsara leika í vinstra horninu í vetur í stað þess að semja áfram við Igor. Haukar hafa verið í vandræðum vegna meiðsla og báru þar af leiðandi víurnar í Úkraínumanninn.