Fara í efni
Íþróttir

Hvorki Kopyshynskyi né Stropus áfram með Þór

Karolis Stropus, Jovan Kukobat og Ihor Kopyshynskyi. Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson.
Karolis Stropus, Jovan Kukobat og Ihor Kopyshynskyi. Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson.

Ihor Kopyshynskyi og Karolis Stropus hafa yfirgefið herbúðir handknattleiksliðs Þórs. Magnús Ingi Eggertsson formaður handknattleiksdeildar félagsins staðfesti brottför þeirra við handbolta.is í morgun. Þórsarar verði að draga saman seglin eftir að hafa fallið úr efstu deild Íslandsmótsins, Olísdeildinni.

Magnús sagði að markvörðurinn Jovan Kukobat væri samningsbundinn Þór fyrir næsta keppnistímabil og blikur væru á lofti vegna áframhaldsins. „[Jovan]Kukobat er á samning næsta ár en við erum að reyna að losa hann líka en þó gæti alveg farið þannig að hann yrði hér áfram,”  segir Magnús.

Nánar hér á handbolti.is.