Hnífjöfn barátta um sæti í Bestu deildinni

Þór er eitt fjögurra liða sem getur sigrað í Lengjudeildinni í knattspyrnu og tryggt sér sæti í Bestu deildinni að ári án þess að fara í umspil. Næst síðasta umferð deildarinnar fer fram í dag og engar ýkjur að halda því fram að spennan sé í hámarki, bæði á toppi og botni.
- Lengjudeild karla í knattspyrnu, 21. umferð
Boginn kl. 16
Þór - Fjölnir
Þróttarar skutust á toppinn um síðustu helgi en Þórsarar, sem voru efstir, fóru niður í þriðja sæti eftir tap á Selfossi. Njarðvíkingar eru í öðru sæti og mjög fróðlegt verður að sjá stöðu efstu liðanna að leikjum dagsins loknum; Þór á að vinna botnlið Fjölnis á heimavelli ef allt er með felldu, Þróttarar sækja HK-inga heim á erfiðan útivöll og erfitt er að spá um úrslitin í slag liðanna tveggja í Reykjanesbæ; Njarðvík vann „stóra bróður“ 3:1 í fyrri umferðinni. HK og Keflavík eiga ekki lengur möguleika á að enda í efsta sæti en eru bæði í baráttunni um sæti í umspili. Þróttur og HK gerðu jafntefli í fyrri leik sumarsins.
Efstu liðin:
- Þróttur 41 stig, 10 mörk í plús
- Njarðvík 40 stig, 23 mörk í plús
- Þór 39 stig, 18 mörk í plús
- ÍR 37 stig, 14 mörk í plús
Allir leikir dagsins:
- Þór - Fjölnir
- HK - Þróttur
- Fylkir - Völsungur
- Grindavík - ÍR
- Keflavík - Njarðvík
- Leiknir R - Selfoss
Lokaumferðin eftir viku, laugardag 13. september:
- Þróttur R. - Þór
- Fjölnir - Leiknir R.
- Selfoss - Keflavík
- Njarðvík - Grindavík
- ÍR - Fylkir
- Völsungur - HK