Fara í efni
Íþróttir

Harley Willard færir sig um set á Akureyri

Skoski framherjinn Harley Bryn Willard sem lék með knattspyrnuliði Þórs í sumar samdi í dag við KA. Þetta er tilkynnt á vef félagsins en ekki kemur fram hve langur samningurinn er.

Willard, sem er 25 ára, hefur leikið á Íslandi síðan 2019, fyrstu þrjú árin með Víkingi í Ólafsvík og síðan með Þór á nýliðnu keppnisímabili. Hann tók þátt í 24 leikjum með Þór á Íslandsmóti og í bikarkeppni og gerði alls 15 mörk.

Nánar hér á heimasíðu KA.

Harley Willard með boltann í heimaleik Þórs gegn Þrótti í Vogum í sumar. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson