Fara í efni
Íþróttir

Handboltinn á Stöð 2, fótboltinn á KA-TV

Handboltinn á Stöð 2, fótboltinn á KA-TV

Leikur Vals og Þórs/KA í Olísdeild kvenna í handbolta, sem frestað var um helgina, verður í Valsheimilinu í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst klukkan 18.30. Valur er á toppi deildarinnar með átta stig en Þór/KA aðeins stigi á eftir. Stelpurnar okkar hafa unnið báða leikina eftir Covid-fríið mikla; þær lögðu Hauka 21:20 á útivelli og síðan burstuðu þær HK 31:19 í KA-heimilinu. Valsstúlkurnar hafa ekki síður verið á mikilli siglingu, unnu Störnuna 28:21 og loks gjörsigruðu þær FH-inga, 37:15.

Meistaraflokkur KA í fótbolta fer svo á ferðina í kvöld, þegar strákarnir fá KF í heimsókn í Bogann. Leikurinn, sem er í Kjarnafæðismótinu, hefst klukkan 19.20. Hann var upphaflega á dagskrá á laugardaginn en var frestað vegna veðurs. Engir áhorfendur eru leyfðir í Boganum, frekar en öðrum íþróttahúsum, en enginn þarf þó að missa af leiknum, því hann verður í beinni útsendingu á KA-TV. Smellið HÉR til að horfa.