Fara í efni
Íþróttir

Handboltaveislan að hefjast á ný

Leikmenn KA/Þórs fagna Íslandsmeistaratitlinum í vor. Alvaran hefst á nýjan leik í dag. Ljósmynd: Sk…
Leikmenn KA/Þórs fagna Íslandsmeistaratitlinum í vor. Alvaran hefst á nýjan leik í dag. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Handboltavertíð Akureyringa hefst formlega í dag með Meistarakeppni HSÍ í kvennaflokki. Íslandsmeistarar KA/Þórs mæta þá liði Fram í leik um titilinn Meistari meistaranna, viðureignin fram í KA-heimilinu og flautað verður til leiks klukkan 14.15.

KA/Þór varð Íslandsmeistari í fyrsta skipti í vor eins og frægt varð. Þessi sömu lið mættust fyrir ári í Meistarakeppninni og Stelpurnar okkar í KA/Þór höfðu þá betur. Fram varð bikarmeistari 2020, sigraði KA/Þór í úrslitaleiknum og þar sem keppni á Íslandsmótinu var hætt vegna kórónuveirunnar, og þar af leiðandi engir Íslandsmeistarar krýndir, mættust liðin tvö úr bikarúrslitaleiknum í Meistarakeppninni í fyrra.

Tvö áhorfendasvæði verða í boði í KA-heimilinu. Annars vegar er gengið inn um aðalinngang, hins vegar beint inn í íþróttasalinn að norðan.